Forseti Íslands gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
Á eftir 57. gr. laganna kemur ný grein, 57. gr. a, svohljóðandi:
Atvinnurekendum er skylt að koma upp hlutlægu, áreiðanlegu og aðgengilegu kerfi vegna skráningar á vinnutíma starfsmanna sinna þar sem meðal annars koma fram upplýsingar um daglegan og vikulegan vinnutíma sem og upplýsingar um á hvaða tíma sólarhrings unnið er, samfelldan hvíldartíma og vikulegan frídag. Einnig skulu koma fram upplýsingar um tilvik þar sem vikið hefur verið frá reglum um hvíldartíma og vikulegan frídag samkvæmt lögum þessum eða kjarasamningum sem og upplýsingar um hvort starfsmenn hafi í slíkum tilvikum fengið hvíld síðar.
Þrátt fyrir 1. mgr. er nægjanlegt að vinnutími starfsmanns sé skráður í ráðningarsamningi sé vinnutími viðkomandi starfsmanns reglubundinn að jafnaði og skulu frávik frá þeim vinnutíma skráð sérstaklega í samræmi við 1. mgr.
Starfsmaður skal eiga þess kost að nálgast framangreindar upplýsingar 12 mánuði aftur í tímann.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 21. júní 2023.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
|