Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 138/2019

Nr. 138/2019 24. janúar 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Hafnarfjarðarkaupstað.

Breyting á deiliskipulagi 1. áfanga Hellnahrauns, lóð nr. 9 við Hringhellu.
Í samræmi við skipulagslög samþykkti skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðarkaupstaðar á fundi sínum þann 9. október 2018, breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Hellnahrauns, vegna lóðarinnar að Hringhellu 9. Deiliskipulagsbreytingin, sem felst í að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Hringhellu 9 og 9a, og fjölgun og tilfærslu innkeyrslna, var auglýst frá 18. október 2018 til 29. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust.
Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingarinnar var samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Hafnarfirði, 24. janúar 2019.

F.h. skipulagsfulltrúa,

Guðrún Guðmundsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 8. febrúar 2019