Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1318/2018

Nr. 1318/2018 20. desember 2018

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Fossvogshverfi - Stjörnugróf 7-11.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarráð Reykjavíkur, þann 22. nóvember 2018, breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðanna nr. 7-11 við Stjörnugróf. Í breyt­ingunni felst m.a. afmörkun lóða fyrir Stjörnugróf 7 og 9 og að gerð er ný lóð fyrir Stjörnugróf 11 þar sem heimilt verður að byggja íbúðarkjarna fyrir fatlaða einstaklinga á vegum velferðarsviðs Reykja­víkur. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið öðlast þegar gildi.

Sólvallagata 67.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 7. desember 2018, breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 67 við Sólvalla­götu, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst m.a. stækkun á lóð, Vesturvallagata er lögð af sem aksturs­gata milli Hringbrautar og Ásvallagötu, svæði bætist við lóðina, fjögurra metra gönguleið milli skólalóðar og lóðanna Ásvallagötu 81 og Hringbrautar 112-114 og girðing meðfram lóðar­mörkum á stækkun lóðar skal vera að hámarki 1,2 m á hæð. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 20. desember 2018.

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 9. janúar 2019