Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 246/2020

Nr. 246/2020 10. mars 2020

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Skútustaðahreppi.

Deiliskipulag tengivirkis á Hólasandi.
Bygging tengivirkis á Hólasandi er hluti af framkvæmdum við Hólasandslínu 3, sem áætlað er að liggi á milli tengivirkis á Rangárvöllum á Akureyri og fyrirhugaðs tengivirkis á Hólasandi. Jafn­framt munu núverandi raflínur milli Kröflu og Þeistareykja tengjast tengivirkinu.
Hólasandslína 3 verður hluti meginflutningskerfis raforku. Tilgangur Landsnets með byggingu línunnar er að auka flutningsgetu og bæta stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi, auka hagkvæmni í orkuvinnslunni með sterkari samtengingu virkjanasvæða og þjóna núverandi starf­semi á Norður- og Austurlandi auk þeirrar uppbyggingar sem reikna má með á næstu áratugum. Framkvæmdirnar eru einnig mikilvægar fyrir flutningskerfi landsins í heild sinni þar sem um er að ræða mikilvægan lið í styrkingu á veiku flutningskerfi utan suðvesturhornsins. Línan mun bæta afhendingaröryggi raforku til notenda á Norður- og Austurlandi.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið þá málsmeðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Mývatnssveit, 10. mars 2020.

F.h. Skútustaðahrepps,

Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 24. mars 2020