Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 68/2019

Nr. 68/2019 25. júní 2019

LÖG
um breytingu á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, með síðari breytingum (reglugerðarheimild vegna lýsinga).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Við 2. mgr. 54. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er ráðherra heimilt að setja ákvæði í reglugerð sem heimila Fjármálaeftirlitinu að taka gildar lýsingar, auk viðauka við þær, sem staðfestar hafa verið af lögbærum yfirvöldum á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt ákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 frá 14. júní 2017 um lýsingu sem birta skal við útboð verðbréfa á almennum markaði eða þegar þau eru tekin til viðskipta og um niðurfellingu á tilskipun 2003/71/EB.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 25. júní 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 3. júlí 2019