Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 539/2019

Nr. 539/2019 3. júní 2019

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi sem hér segir:

Bjargslundur 6 og 8.
Breytingin felur í sér að í stað tveggja einbýlishúsalóða verði á lóðunum heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum, með innbyggðum bílskúr. Heildarstærð á hvoru húsi verði allt að 360 m². Nýtingarhlutfall breytist úr 0,21 í 0,25 fyrir Bjargslund 6 og úr 0,24 í 0,29 fyrir Bjargslund 8. Aðkoma verður á efri hæð og hámarkshæð þaks yfir kóta aðkomuhæðar er 4 m.

Skarhólabraut að Desjamýri.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er gerð breyting á skipulagsmörkum til að aðlaga deiliskipulagið nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Felldur er út sá hluti deiliskipulags sem næstur er hringtorgi við Vesturlandsveg.

Hulduhólasvæði.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er gerð breyting á skipulagsmörkum til að aðlaga deiliskipulagið nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Felldur er út sá hluti deiliskipulags sem næstur er Vesturlandsvegi.

Miðbær Mosfellsbæjar.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er gerð breyting á skipulagsmörkum til að aðlaga deiliskipulagið nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Felldur er út sá hluti deiliskipulags sem næstur er Vesturlandsvegi.

Miðbær Mosfellsbæjar sunnan gamla Vesturlandsvegar.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg er gerð breyting á skipulagsmörkum til að aðlaga deiliskipulagið nýju deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Felldur er út sá hluti deiliskipulags sem næstur er Vesturlandsvegi.

Helgadalsvegur 3, 5 og 7.
Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal breytist afmörkun deiliskipulags Helga­dals­vegar 3, 5 og 7. Afmörkun deiliskipulagsins til norðurs er breytt og fylgir suðurmörkum deili­skipu­lags Þingvallavegar.

Ofangreindar breytingar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 3. júní 2019,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 5. júní 2019