Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 461/2021

Nr. 461/2021 28. apríl 2021

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Elliðaárdalur.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur, 15. desember 2020, deiliskipulag fyrir borgargarðinn í Elliðaárdal. Skipulagið byggir á grunni eldra deiliskipulags sem var samþykkt árið 1994 sem er fellt úr gildi að hluta þar sem svæði utan hinnar nýju skipulags­afmörkunar halda gildi sínu með síðari breytingum. Í tillögunni eru afmörkuð og skilgreind hverfis­verndar­svæði í dalnum, gerð grein fyrir helstu göngu- og hjólastígum ásamt nýjum þverunum yfir Elliðaárnar og skilgreindir helstu útivistar- og áningarstaðir. Uppdrættir hafa hlotið meðferð sam­kvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið öðlast þegar gildi og kemur í stað áður birtrar auglýsingar nr. 349/2021.

 

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 28. apríl 2021.

 

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 28. apríl 2021