Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1526/2020

Nr. 1526/2020 15. desember 2020

GJALDSKRÁ
skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ vegna leyfisveitinga, umsýslu og þjónustu.

1. gr.

Fyrir útgáfu leyfa, úttektir, vottorð, skjalagerð, yfirlestur gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Mosfellsbær veitir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfisskyldra fram­kvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir umhverfissvið Mosfells­bæjar í umboði bæjarstjórnar gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Fyrir neðangreindar úttektir og með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 skal innheimta gjöld sem hér segir:

    kr.    
A) Fyrir úttekt vegna byggingarstjóraskipta, sbr. 36. gr. laga nr. 160/2010  22.000
B) Fyrir úttekt vegna meistaraskipta, sbr. 47. gr. laga nr. 160/2010  11.800
C) Fyrir áfangaúttekt, sbr. 48. gr. laga nr. 160/2010  11.800
D) Fyrir lokaúttekt, sbr. 53. gr. laga nr. 160/2010  22.000
E) Fyrir stöðuúttekt, öryggisúttekt, sbr. 55. gr. laga nr. 160/2010  22.000
F) Fyrir byggingarleyfisgjald, sbr. 27. gr. laga nr. 160/2010, afgreiðslugjald  12.400
G) Fyrir byggingarleyfisgjald, sbr. 27. gr., gjald/m³ í húsi  120
H) Fyrir stöðuleyfisgjald fyrir 20 feta gáma og smáhýsi til eins árs  43.100
I) Fyrir stöðuleyfisgjald fyrir 40 feta gám til eins árs 74.400
J) Fyrir árlegt stöðu- og eftirlitsgjald fyrir 20 feta gám innan lóða umfram  
  samþykkt stæði á atvinnulóðum 43.100
K) Fyrir árlegt stöðu- og eftirlitsgjald fyrir 40 feta gám innan lóða umfram  
  samþykkt stæði á atvinnulóðum 74.400

 

3. gr.

Byggingarfulltrúi áætlar fjölda áfangaúttekta samkvæmt C-lið 2. gr. áður en bygging­arleyfi er gefið út.

 

4. gr.

Fyrir yfirferð séruppdrátta (burðarþols- og lagnauppdrátta og séruppdrátta aðal­hönnuða) skal innheimta gjöld sem hér segir, sbr. 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010:

    kr.    
A) Vegna einbýlishúsa  65.000
B) Vegna par- og raðhúsa, pr. íbúð  37.700
C) Vegna fjölbýlishúsa:  
  Fyrir fyrstu 5 íbúðirnar, pr. íbúð  18.200
  fyrir 6.-19. íbúð, pr. íbúð  7.600
  fyrir 20. íbúð og hærri raðtölu íbúðar, pr. íbúð  4.400
D) Annað húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús allt að 2.000 m² brúttó 120.400
E) Annað húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús 2.000-10.000 m² brúttó  131.900
F) Annað húsnæði, þ.m.t. atvinnuhúsnæði og gripahús stærra en 10.000 m² brúttó  166.300
G) Aðrar minni byggingar, s.s. viðbygging, bílgeymsla, anddyri, sólstofa. o.fl. 28.700
H) Breyting á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis  45.100
I) Breyting á innra skipulagi sérbýlis, klæðningu húss, svalaskýli eða lóð  17.400
J) Aðkeypt skoðun og yfirlestur á séruppdráttum skv. reikningi.  

Vegna aðkeypts yfirlestrar á séruppdráttum verður innheimt sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.

 

5. gr.

Fyrir neðangreind vottorð, skjalagerð og yfirlestur ýmiss konar og með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 skal innheimta gjöld sem hér segir:

    kr.    
A) Lokaúttektarvottorð/úttekt, sbr. 54. gr. laga nr. 160/2010  33.600
B) Fokheldisvottorð/úttekt, sbr. 55. gr. laga nr. 160/2010  33.600
C) Stöðuvottorð/úttekt, sbr. 55. gr.  33.600
D) Stofnskjalagerð, nýskráning, hver lóð í dreifbýli  40.200
E) Stofnskjalagerð, nýskráning, hver lóð í þéttbýli  23.000
F) Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, stór  40.700
G) Yfirlestur eignaskiptayfirlýsinga, lítil  20.400
H) Samrunaskjalagerð  30.700
I) Útsetning húss og lóðar, með tékkmælingu  122.100
J) Útsetning húss og lóðar, einföld útsetning  73.700
K) Nafnabreyting, lands eða lóðar 20.400
L) Skjalagerð/lóðaleigusamningar 23.000
M) Aðkeypt vinna skv. reikningi, s.s. lóða- og hæðarblöð  
N) Skráning viðbótar fastanúmers íbúða, skv. samningi.  

 

6. gr.

Fyrir hverja skoðun/skoðunarskýrslu byggingafulltrúa á áður gerðum íbúðum skal innheimta skoðunargjald sem hér segir:

Skoðunargjald pr. íbúð í fjöleignarhúsi kr. 22.400
Skoðunargjald fyrir einbýlis- og sérbýlishús. kr. 33.100

 

7. gr.

Vegna grenndarkynninga skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 2. mgr. 38. gr. sömu laga, skal innheimta gjöld sem hér segir:

    kr.    
A) Fyrir grenndarkynningu á leyfisumsókn 41.000
B) Fyrir afhendingu grunnlandupplýsinga fyrir skipulagsvinnu 13.900
C) Vegna breytingar á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 20. gr. og 36. gr. laga nr. 123/2010:  
  C1) Gerð tillögu að breytingu 216.2001
  C2) Umsýslu- og auglýsingakostnaður 162.200
D) Vegna deiliskipulags:  
  D1) Umsýsla vegna verkefnislýsingar 68.800
  D2) Gerð tillögu að nýju deiliskipulagi eða  
    umfangsmiklum breytingum á deiliskipulagi, skv. samningi  
  D3) Gerð tillögu að einföldum breytingum 108.100
  D4) Umsýslu- og kynningarkostnaður v. nýs deiliskipulags 149.000
  D5) Umsýslu- og auglýsingakostnaður v. breytinga  
    skv. 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010 114.600
  D6) Umsýslu og kynningarkostnaður v. breytinga  
    skv. 2. mgr. 43. gr. 63.100
E) Vegna framkvæmdaleyfa:  
  E1) Leyfisgjald vegna framkvæmdaleyfis skv. 14. gr. laga nr. 123/2010 120.900
  E2) Leyfisgjald vegna annarra framkvæmdaleyfa 75.500
  E3) Eftirlit umfram eina ferð sem er innifalin í E1 og E2; pr. ferð 27.100
__________
1 Eða samkvæmt samningi.
 

 

8. gr.

Vegna beiðni um yfirborðs- og umhverfisbreytinga þar sem vikið er frá auglýstu deiliskipulagi, skal kostnaðarþátttaka umsækjanda samsvara framkvæmdakostnaði sem hér segir: 

    kr.    
A) Sögun malbik / steypa (fyrir hvern metra) 2.400
B) Endurnýjun steyptrar stéttar 10 sm (fyrir hvern fermetra) 10.600
C) Steypt stétt fjarlægð og endursteypt 15 sm (fyrir hvern fermetra) 17.600
D) Malbikun götu (fyrir hvern fermetra) 10.600
E) Kantur endursteyptur (fyrir hvern metra) 9.400
F) Færsla á ljósastaur (fyrir hvern staur) 204.700
G) Færsla á rafmagnskassa (fyrir hvern kassa) 385.900

Innheimtur verður sérstaklega, samkvæmt reikningi hverju sinni, kostnaður vegna hönnunar gatna, gerðar mæli-, lóðar- og hæðarblaða auk aðkeyptrar vinnu og efniskostnaðar við breytingu á lögnum og götusniði.

 

9. gr.

A) Tímagjald starfsmanns á umhverfissviði vegna annarra verka 23.000

 

10. gr.

Umhverfissvið annast innheimtu allra gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari, sbr. 51. gr. laga um mannvirki og 20. gr. skipulagslaga.

 

11. gr.

Gjalddagi gjalda skv. 2., 4. og 5. gr. gjaldskrár þessarar er áður en byggingarleyfi er útgefið, sbr. ákvæði 53. gr. laga um mannvirki.

Gjalddagi gjalda skv. 7. gr. gjaldskrárinnar er sem hér segir:

Skv. lið A: Áður en grenndarkynning fer fram.
Skv. lið B: Við afhendingu gagna.
Skv. liðum C1, D1 og D2: Þegar tillaga er fullgerð.
Skv. liðum C2, D3, D4 og D5: Við samþykkt tillögu til auglýsingar eða grenndarkynningar.
Skv. liðum E1 og E2: Við útgáfu leyfis.
Skv. lið E3: Við útgáfu leyfis, skv. áætlun um fjölda ferða.

 

12. gr.

Gjöld vegna áfangaúttekta skal endurgreiða komi ekki til verkframkvæmda á gildis­tíma bygg­ingarleyfis.

 

13. gr.

Virðisaukaskattur leggst ekki á gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

14. gr.

Gjöld innheimt samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til greiðslu sannanlegs kostnaðar við einstaka verkþætti gjaldskrárinnar.

 

15. gr.

Gjaldskrá þessi, sem öðlast þegar gildi, er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 773. fundi þann 9. desember 2020, með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 51. gr. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1290/2019.

 

Mosfellsbæ, 15. desember 2020.

 

Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 11. janúar 2021