Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 998/2020

Nr. 998/2020 30. september 2020

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Flóahreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:

 

Deiliskipulag, Arnarstaðakot, L166219.
Deiliskipulagið tekur til um 2 ha svæðis innan jarðarinnar Arnarstaðakots. Innan deili­skipulags­ins er gert ráð fyrir núverandi byggingum svæðisins auk þess sem skilgreindir eru byggingar­reitir og byggingarheimildir fyrir íbúðarhús, aðstöðuhús og reiðhöll.
Samþykkt í sveitarstjórn 18. ágúst 2020.

 

Deiliskipulag, Hrafnaklettar, L166387.
Skipulagssvæðið er 2 ha spilda sem skipt hefur verið úr jörðinni Súluholti. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúsa og skemmu á tveimur byggingarreitum B1 og B2. Innan bygg­ingar­reits B1 er heimilt að byggja allt að 150 m2 íbúðarhús og allt að 300 m² skemmu. Innan byggingarreits B2 er núverandi frístundahús, sem gert verður að íbúðarhúsi, og það stækkað í allt að 80 m². Aðkoma að Hrafnaklettum er af Önundarholtsvegi (nr. 311) og núverandi aðkomu­vegi að landinu.
Samþykkt í sveitarstjórn 1. október 2019.

 

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Laugarvatni, 30. september 2020.

Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.,

Vigfús Þór Hróbjartsson.


B deild - Útgáfud.: 14. október 2020