Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1534/2020

Nr. 1534/2020 21. desember 2020

AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Norðurþings, vegna heilbrigðisstofnana á Húsavík.

Skipulagsstofnun staðfesti 21. desember 2020 óverulega breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010–2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. desember 2020.
Í breytingunni felst að svæði fyrir þjónustustofnanir (Þ1) stækkar um 0,2 ha á kostnað opins svæðis og íbúðarbyggðar vegna stækkunar hjúkrunarheimilis.
Málsmeðferð var vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulags­laga nr. 123/2010.

 

Skipulagsstofnun, 21. desember 2020.

 

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 11. janúar 2021