Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1005/2020

Nr. 1005/2020 15. október 2020

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Deiliskipulag, Árbær 3a.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss þann 28. maí 2020, nýtt deiliskipulag af Árbæ 3a í Ölfusi. Deiliskipulagið nær til 2 ha svæðis við Ölfusá í Árbæ í Ölfusi.
Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir að byggja einbýlishús og hesthús eða skemmu.
Deiliskipulag þetta hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Deiliskipulag, Fiskalón.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss þann 27. júní 2019, nýtt deiliskipulag af Fiskalóni í Ölfusi. Svæðið er um 9,3 ha að stærð og er skilgreint sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022. Þar er það merkt sem I8, skráð sem fiskeldisstöð með athafnasvæði beggja vegna Þorlákshafnarvegar.
Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir að byggja tvö einbýlishús, atvinnuhúsnæði, auk kerja og tæknibúnaðar sem tengist starfseminni.
Deiliskipulag þetta hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

 

Þorlákshöfn, 15. október 2020.

 

Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 15. október 2020