Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 104/2020

Nr. 104/2020 7. júlí 2020

FJÁRAUKALÖG
fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 36/2020.

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

A-hluti

Fjárheimildir málefnasviða og málaflokka

1. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 3. gr. fjárlaga fyrir árið 2020 um fjárheimildir málefnasviða í A-hluta.

Rekstrargrunnur, m.kr. Rekstrar­framlög Rekstrar­tilfærslur Fjár­magns­tilfærslur Fjárfest­ingar­framlög Heildar­fjárheimild Rekstrar­tekjur Framlag úr ríkis­sjóði
05 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla 50       50   50
07 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar   2.120     2.120   2.120
08 Sveitarfélög og byggðamál   150     150   150
30 Vinnumarkaður og atvinnuleysi   63.000     63.000   63.000
Samtals 50 65.270     65.320   65.320

 

 A-hluti

Fjárheimildir málefnasviða og málaflokka

2. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. fjárlaga fyrir árið 2020 um fjárheimildir málefnasviða og málaflokka í A-hluta, sundurliðaðar eftir ráðuneytum.

Rekstrar­grunnur, m.kr. Æðsta stjórn ríkis­ins For­sætis­ráðu­neyti Mennta‑
og menn.­mála­ráðu­neyti
Utan­ríkis­ráðu­neyti Atv.­vega- og nýsköp­unar­ráðu­neyti Dóms­mála­ráðu­neyti Félags­mála­ráðu­neyti Heil­brigðis­ráðu­neyti Fjár­mála- og efna­hags- ráðu­neyti Sam­göngu- og sveit­arstj.-ráðu­neyti Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti Heildar­fjár­heimild Fram­lag úr ríkis­sjóði
05 Skatta‑, eigna- og fjár­mála­umsýsla                 50      50  50
05.10 Skattar og inn­heimta                 50     50 50
07 Nýsköpun, rann­­sóknir og þekk­ingar­greinar         2.120             2.120 2.120
07.20 Nýsköpun, samkeppni og þekk­ingar­greinar         2.120             2.120 2.120
08 Sveitar­félög og byggða­mál                   150   150 150
08.20 Byggðamál                   150   150 150
30 Vinnu­mark­aður og atvinnu­leysi             36.000   27.000     63.000 63.000
30.10 Vinnu­mál og atvinnu­leysi             36.000    27.000     63.000 63.000
Sam­tals         2.120   36.000   27.050 150   63.320 63.320

 

Ýmis ákvæði

Lántökur, endurlán og ríkisábyrgðir

3. gr.

Eftirtalin breyting verður á 5. gr. fjárlaga fyrir árið 2020:

Nýr liður:

8. Að heimila Ferðaábyrgðasjóði, sem er í vörslu Ferðamálastofu, að greiða kröfur vegna endurgreiðslu pakkaferða sem nema allt að 4.500 m.kr. enda stofnist í því sambandi krafa á hendur skipuleggjendum eða smásölum.

 

Ýmis ákvæði

Heimildir

4. gr.

Eftirtaldar breytingar verða á 6. gr. fjárlaga fyrir árið 2020:

Breyttur liður:

7.34 Að veita allt að 650 m.kr. framlag til Kríu, sem er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins, sem fjárfestir í sérhæfðum sjóðum sem hafa þann tilgang að fjárfesta í sprota- og nýsköp­unar­fyrirtækjum.

Nýir liðir:

7.35 Að veita allt að 700 m.kr. framlag til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sem er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, vegna veitingar sérstakra mótframlagslána til sprotafyrirtækja sem hafa orðið fyrir tímabundnum skakkaföllum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ráðherra sem fer með málefni nýsköpunar annast gerð samnings við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins um framkvæmd mótframlagslána, skilyrði þeirra og kjör. Greiðsla framlagsins skal vera í samræmi við eftirspurn og samþykkt lán hverju sinni upp að hámarkinu.
7.36 Að veita allt að 4.500 m.kr. framlag til Ferðaábyrgðasjóðs, sem er sérstakur sjóður í vörslu Ferðamálastofu, sem hefur það hlutverk að bregðast tímabundið við neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á starfsemi skipuleggjenda eða smásala og tryggja hagsmuni neytenda vegna pakkaferða.

 

Gjört á Bessastöðum, 7. júlí 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.

 

SUNDURLIÐUN
(sjá PDF-skjal)


A deild - Útgáfud.: 22. júlí 2020