Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1368/2019

Nr. 1368/2019 19. desember 2019

SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Skútstaðahrepps, nr. 690/2013.

1. gr.

B-, C- og D-liðir 39. gr. samþykktarinnar breytast og verða svohljóðandi:

 1. Fulltrúar kjörnir til fjögurra ára í sameiginlegar fastanefndir og sameiginlegir fulltrúar með öðrum sveitarfélögum í fastanefndum, kjörnir eftir samkomulag um tilnefningu.
  Kjör á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:
  1. Brunavarnanefnd með Þingeyjarsveit. Einn aðalmaður og einn til vara.
  2. Fulltrúaráð héraðsnefndar Þingeyinga. Tveir aðalmenn og tveir til vara.
  3. Stjórn Hvamms, dvalarheimilis aldraðra. Einn aðalmaður og einn til vara.
  4. Menningarmiðstöð Þingeyinga. Einn aðalmaður og einn til vara.
  5. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Einn aðalmaður og einn til vara.
  6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga. Einn aðalmaður og einn til vara.
  7. Náttúrustofa Norðausturlands. Einn aðalmaður og einn til vara.
  8. Barnaverndarnefnd Þingeyinga. Einn fulltrúi.
  9. Öldungaráð. Einn fulltrúi.
 2. Kjörnir til fjögurra ára á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitar­stjórnar­kosningum.
  1. Aðalfundur Eyþings. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara.
  2. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einn aðalmaður og einn til vara.
 3. Tilnefningar. Kjörnir þegar skipunartími er útrunninn og/eða ósk um tilnefningu berst.
  1. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Einn aðalmaður.

Sveitarstjórn fer með verkefni annarra lögbundinna nefnda en framangreindra.

Kjörtímabil fulltrúa Skútustaðahrepps í fastanefndum, er hið sama og sveitarstjórnarinnar, nema annað sé ákveðið í lögum eða samþykktum. Að loknum sveitarstjórnarkosningum halda fasta­nefndir þó umboði sínu þar til nýkjörin sveitarstjórn hefur kjörið nýja nefnd í þeirra stað, en með sömu takmörkunum valdheimilda og fyrri sveitarstjórn sætti að afloknum kosningum, sbr. 6. gr. sam­­þykktar þessarar.

2. gr.

Gildistaka.

Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur sett skv. 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 staðfestist hér til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 19. desember 2019.

F. h. r.
Guðni Geir Einarsson.

Stefanía Traustadóttir.


B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2020