Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 29/2018

Nr. 29/2018 8. maí 2018

LÖG
um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, með síðari breytingum (stjórn álaveiða).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Á eftir 1. mgr. 20. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

    Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka ála­veiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsókna­stofnunar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 8. maí 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Kristján Þór Júlíusson.


A deild - Útgáfud.: 14. maí 2018