Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 129/2021

Nr. 129/2021 29. desember 2021

AUGLÝSING
um frestun á fundum Alþingis.

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra hefur forseti Íslands gefið út svofellt bréf um frestun á fundum Alþingis:

 

Forseti Íslands
gjörir kunnugt:

 

Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 152. löggjafarþings, frá 28. desember 2021 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 17. janúar 2022.

 

Gjört í Reykjavík, 28. desember 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.“

 

Alþingi samþykkti 28. desember 2021 ályktun um samþykki til frestunar á fundum Alþingis sam­kvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt framangreindu umboði og með skírskotun til samþykkis Alþingis var fundum Alþingis, 152. löggjafarþings, frestað 28. desember 2021.

 

Forsætisráðuneytinu, 29. desember 2021.

F. h. forsætisráðherra,

Ágúst Geir Ágústsson.

Ásta Bjarnadóttir.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2021