Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 4/2020

Nr. 4/2020 16. desember 2020

AUGLÝSING
um samning um vöruviðskipti milli Íslands, Noregs og Bretlands.

Hinn 14. desember 2020 var norska utanríkisráðuneytinu afhent samþykktarskjal Íslands vegna samnings um vöruviðskipti milli Íslands, Konungsríkisins Noregs og Sameinaða Konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands sem gerður var í London hinn 8. desember 2020. Samningurinn var samþykktur af Íslands hálfu 9. desember 2020.

Enn fremur var norska utanríkisráðuneytinu hinn 14. desember 2020 afhent orðsending þar sem fram kemur að Ísland skuldbindur sig, í samræmi við 5. mgr. 17. gr. samningsins, til að beita ákvæðum hans til bráðabirgða á meðan beðið er gildistöku hans.

Tilkynnt verður síðar um gildistöku samningsins.

Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 16. desember 2020.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Martin Eyjólfsson.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 30. desember 2020