Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 97/2020

Nr. 97/2020 28. janúar 2020

AUGLÝSING
um umferð í Reykjavík.

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur, í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðar­laga nr. 77/2019, að fengnu samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, ákveðið eftirfarandi fyrir hönd borgarinnar:

  1. Að umferð eftir Frakkastíg hafi forgang gagnvart umferð eftir Skúlagötu og að sá forgangur sé merktur með viðeigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.
  2. Að gönguþverun yfir Skúlagötu austan við Frakkastíg sé merkt sem gangbraut með við­eigandi umferðarmerki og yfirborðsmerkingu í samræmi við reglugerð um umferðar­merki og notkun þeirra.

Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.

 

Skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, 28. janúar 2020.

 

Glóey Helgudóttir Finnsdóttir skrifstofustjóri.


B deild - Útgáfud.: 11. febrúar 2020