Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 3/2017

Nr. 3/2017 16. júní 2017

AUGLÝSING
um afleidda reglugerð 2015/35/ESB, um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga.

1. gr.

Með reglugerð nr. 585/2017, um vátryggingastarfsemi, sem er birt í B-deild Stjórnartíðinda, öðlast eftirtaldir kaflar og viðaukar í framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/35 frá 10. október 2014, um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga (Gjaldþolsáætlun II), og reglugerð 2016/467/ESB frá 30. september 2015 sem breytti reglugerð 2015/35/ESB að því er varðar útreikning gjaldþolskröfu vegna tiltekinna eignaflokka, gildi hér á landi. Kaflarnir úr reglugerð 2015/35/ESB ásamt viðaukum eru birtir á ensku í fylgiskjali I með auglýsingu þessar:

Þáttur 1: Þáttur III: Viðaukar:
I. kafli að undanskilinni 2. gr. I. kafli I, II, III,
II. kafli II. kafli IV og V
III. kafli III. kafli XI, XII
IV. kafli IV. kafli XIII, XIV,
V. kafli  XV, XVI,
VI. kafli  XVII, XVIII,
VII. kafli  og XIX.
VIII. kafli  
X. kafli  
XI. kafli  
XV. kafli  

Í 288. gr. reglugerðar 2015/35/ESB þýðir EIOPA (Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlits­stofnunin): Eftirlitsstofnun EFTA.

Reglugerð 2016/467/ESB er birt á ensku í fylgiskjali II.

2. gr.

Auglýsing þessi er sett með stoð í 4. mgr. 30. gr., 12. mgr. 31. gr., 1. mgr. 50. gr., 3. mgr. 57. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi, sbr. heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005, um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, og öðlast þegar gildi.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 16. júní 2017.

Benedikt Jóhannesson.

Sóley Ragnarsdóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 30. júní 2017