Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 867/2021

Nr. 867/2021 20. júlí 2021

AUGLÝSING
um deiliskipulag í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafnings­hrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:

Deiliskipulagsbreyting, Hraunborgir frístundabyggð.
Breyting er gerð á gildandi deiliskipulagi frístundabyggðar innan Hraunborga í Grímsnesi. Í breytingunni felst að krafa um að hús skuli byggð úr timbri er felld út úr skipulagsskilmálum og gert ráð fyrir því að byggja megi hús úr stálvirki einnig.
Samþykkt í sveitarstjórn 7. júlí 2021.

Deiliskipulagsbreyting, Suðurbakki 16, L212142.
Breyting er gerð á gildandi deiliskipulagi lóðar Suðurbakka 16 í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður lítillega til suðvesturs. Engar breytingar eru gerðar á greinargerð skipulagsins.
Samþykkt í sveitarstjórn 7. júlí 2021.

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

 

Laugarvatni, 20. júlí 2021.

Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.,

Vigfús Þór Hróbjartsson.


B deild - Útgáfud.: 21. júlí 2021