Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 42/2020

Nr. 42/2020 27. maí 2020

LÖG
um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:


 

1. gr.

    1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:

    Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð, þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála.

2. gr.

    1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:

    Í öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Eigi tvö eða fleiri sveitarfélög samstarf um öldrunarþjónustu skulu viðkomandi sveitarfélög og félög eldri borgara á þjónustusvæðinu koma sér saman um samsetningu öldungaráðs.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört á Bessastöðum, 27. maí 2020.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Ásmundur Einar Daðason.


A deild - Útgáfud.: 28. maí 2020