Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 92/2018

Nr. 92/2018 25. júní 2018

LÖG
um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (stefnandi faðernismáls).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns enda hafi barn ekki verið getið með gjafasæði skv. 4. mgr. 6. gr.

2. gr.

    1. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:

    Dómsmál til vefengingar á faðerni barns geta höfðað barnið sjálft og móðir þess, einnig sá sem skráður er faðir barns skv. 2. gr. eða maður sem telur sig föður barns. Sé faðir eða sá sem taldi sig föður barns látinn geta þeir erfingjar hans sem ganga jafnhliða eða næst barninu að erfðum höfðað slíkt mál.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 25. júní 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 28. júní 2018