Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1390/2018

Nr. 1390/2018 15. nóvember 2018

GJALDSKRÁ
fyrir hunda- og kattahald í þéttbýli Langanesbyggðar.

1. gr.

Árlegt leyfisgjald fyrir að halda hund í þéttbýli í Langanesbyggð, sbr. 19. gr. samþykktar nr. 181/2011 um hunda- og kattahald í Langanesbyggð, skal vera kr. 9.944. Innifalið í leyfisgjaldi er hundahreinsunargjald, trygging, númeraplata á ól og umsýslugjald sveitarfélagsins.

2. gr.

Árlegt leyfisgjald fyrir að halda kött í þéttbýli í Langanesbyggð, sbr. 19. gr. samþykktar nr. 181/2011 um hunda- og kattahald í Langanesbyggð, skal vera kr. 7.734. Innifalið í leyfisgjaldi er kattahreinsunargjald, trygging, númeraplata á ól og umsýslugjald sveitarfélagsins.

3. gr.

Við upphafsskráningu hunds/kattar skal liggja fyrir vottorð frá dýralækni um örmerkingu við­kom­andi dýrs. Kostnaður af örmerki greiðist af eiganda dýrsins.

4. gr.

Eigandur hunda og katta eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði sem hlýst af brotum gegn samþykkt um hunda- og kattahald í Langanesbyggð, þ.m.t. óheimilli lausagöngu, handsömun, vörslu og skilum dýranna eða aflífun.

Við afhendingu handsamaðs hunds eða kattar skal leyfishafi greiða handsömunargjald skv. sam­þykkt um hunda- og kattahald í Langanesbyggð.

  Fyrir fyrsta skipti kr. 16.573
  Fyrir annað skipti kr. 22.097
  Fyrir þriðja skipti kr. 27.622

Að auki skal greiða kr. 3.315 fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem hundur eða köttur hefur verið í vörslu. Miðast greiðsla vegna föngunar við fjölda skipta sem dýrið er fangað á 12 mánaða tímabili. Ef til aflífunar hunds eða kattar kemur, skal eigandi dýrs að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað.

5. gr.

Með vísan til 19. gr. í samþykkt um hunda og kattahald nr. 181/2011 greiða eigendur hunda og katta á lögbýlum ekki leyfisgjald heldur einungis útlagðan kostnað við ormahreinsun.

6. gr.

Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur. Um inn­heimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002. Gjöld sam­kvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

7. gr.

Gjaldskrá þessi er sett með vísan til heimilda í samþykkt um hunda- og kattahald í Langanesbyggð nr. 181/2011 og samkvæmt 57. og 58. gr. reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002. Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis nr. 1336/2018.

Gjaldskráin gildir frá birtingu í Stjórnartíðindum.

Samþykkt í sveitarstjórn, 15. nóvember 2018.

Jónas Egilsson staðgengill sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 4. febrúar 2019