Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:
Deiliskipulag, Gaulverjabæjarskóli, ferðaþjónusta. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir Gaulverjabæjarskóla. Í deiliskipulaginu felst stækkun á núverandi lóð úr 1,3 ha í 2,74 ha. Á núverandi lóð er fyrirhugað að byggja við núverandi aðstöðu Gaulverjabæjarskóla en í síðari áföngum er heimilt að byggja allt að 10 stök gistihús/smáhýsi norðan við Gaulverjabæjarskóla, á því svæði sem stækkun lóðar nær til. Samanlagt leyfilegt byggingarmagn innan stækkaðrar lóðar er áætlað 1.200 m². Samþykkt í sveitarstjórn 26. júní 2023.
Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Laugarvatni, 1. september 2023.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,
Vigfús Þór Hróbjartsson.
|