1. gr.
Á eftir orðinu „hús“ í d-lið 1. mgr. 2. gr. gjaldskrárinnar kemur: og endurbætur á húsnæði.
2. gr.
Við 3. gr. gjaldskrárinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir 1., 2. og 3. mgr. er lágmarksgjald fyrir vörur viðkomandi vöruflokka 21.000 kr.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. gjaldskrárinnar:
- Í stað orðanna „Hótel, veitingastaðir og ráðstefnurými“ í 1. málsl. 1. tölul. kemur: Hótel, gististaðir og veitingastaðir.
- Orðin „auk þess 247.500 kr.“ í b-lið 1. tölul. 2. mgr. falla brott.
- 2. málsl. 1. tölul. orðist svo: Lágmarksgjald fyrir hvert hótel, gististað og veitingastað er 55.000 kr.
- a-liður 3. tölul. orðist svo: 250.000 kr. fyrir hverja verslun allt að 5 verslunum. Fyrir hverja verslun, þegar fjöldi þeirra er 6-14, er greitt 125.000 kr. fyrir hverja verslun. Fyrir hverja verslun umfram 15 verslanir er greitt 67.500 kr.
4. gr.
Í stað 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. gjaldskrárinnar koma þrír nýir málsl., svohljóðandi: Minniháttar breyting, s.s. að breyta uppskrift vöru er innifalin í árgjaldi. Gjald fyrir miðlungs breytingu, s.s. að bæta við allt að 2 vörum í vörulínu eða taka upp nýja þjónustueiningu, er 43.400 kr. Gjald fyrir verulega breytingu, s.s. að bæta við þremur eða fleiri vörum í vörulínu eða bæta við fleiri en einni nýrri þjónustueiningu, er 86.800 kr.
5. gr.
Gjaldskrá þessi sem sett er samkvæmt heimild í 35. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 19. desember 2018.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Stefán Guðmundsson.
|