Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 869/2019

Nr. 869/2019 30. mars 2019

REIKNINGUR
Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir árið 2018.

Rekstrarreikningur ársins 2018

    þús. kr.
Vaxtatekjur    
Vaxtatekjur   2.682.604
Verðbætur   7.195.294
Lántökugjöld á námslán               89.765
           9.967.663
     
Vaxtagjöld    
Vaxtagjöld    3.473.656
Verðbætur    3.065.907
Lántökugjöld tekinna lána                       0
           6.539.562
     
Hreinar vaxtatekjur (vaxtagjöld)   3.428.101
     
Aðrar rekstrartekjur    
Tilkynningargjald    88.898
Aðrar rekstrartekjur                 8.287
                97.186
Önnur rekstrargjöld    
Laun og launatengd gjöld   302.742
Annar rekstrarkostnaður   247.542
Vaxtastyrkir til námsmanna   76.448
Afskriftir rekstrarfjármuna               63.237
    689.968
Framlag á afskriftarreikning útlána          2.897.149
           3.587.117
     
Halli án ríkisframlags   (61.830)
     
Framlag ríkissjóðs          7.962.560
     
Tekjuafgangur ársins          7.900.730

 

Efnahagsreikningur 31. desember 2018

Eignir    
     
Handbært fé    
Sjóður og bankainnstæður   13.382.576
     
Útlán    
Gjaldfallnar afborganir og vextir útlána, önnur skuldabréf   11.737.338
Námslán 1976-1982 (V-lán)   164.850
Námslán 1982-1992 (S-lán)   18.108.194
Námslán 1992-2005 (R-lán)   19.170.640
Námslán frá 2005 (G-lán)   189.678.152
Markaðskjaralán                15.878
    238.875.051
Afskriftarreikningur útlána       (53.334.481)
         185.540.571
Aðrar eignir    
Rekstrarfjármunir   196.192
Ríkissjóður, viðskiptareikningur   1.466.057
Aðrar kröfur                12.555
            1.674.803
     
Eignir alls       200.597.950

 

Skuldir og eigið fé    
     
Skuldir    
     
Langtímalán    
Skuldir í íslenskum krónum, verðtryggð lán        94.300.863
     
Aðrar skuldir    
Ríkissjóður, viðskiptareikningur    0
Ríkissjóður vegna jöfnunarstyrkja    115.439
Áfallnir vextir    2.116.327
Lánardrottnar               73.032
Skammtímaskuldir          2.304.797
     
Skuldir        96.605.660
     
Eigið fé   103.992.290
     
Skuldir og eigið fé alls       200.597.950

 

Sjóðstreymi ársins 2018

Rekstrarhreyfingar    
     
Tekjuafgangur (halli) ársins   7.900.730
     
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi:    
Afskriftir rekstrarfjármuna   63.237
Verðbætur langtímalána   3.065.911
Verðbætur námslána   (7.190.142)
Framlag í afskriftarsjóð           2.897.149
Veltufé frá rekstri   6.736.884
     
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum         (2.431.853)
Handbært fé frá rekstri           4.305.031
     
Fjárfestingahreyfingar    
     
Veitt námslán   (7.463.347)
Afborganir námslána   11.882.310
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum             (85.593)
    4.333.370
     
Fjármögnunarhreyfingar    
     
Tekin lán    0
Afborganir langtímalána         (6.522.841)
    (6.522.841)
     
Hækkun á handbæru fé   2.115.560
     
Handbært fé í ársbyrjun         11.267.016
Handbært fé í lok árs         13.382.576
     
Aðrar upplýsingar    
     
Greiddir vextir af langtímaskuldum   3.473.371
Innborgaðir vextir af útlánum   1.694.269
Innborgaðir vextir af bankainnstæðum   445.642
     

Skýrsla og áritun stjórnar og framkvæmdastjóra

Ársreikningur Lánasjóðs íslenskra námsmanna byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur Hann er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður.

Starfsemin á árinu

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður af rekstri sjóðsins um 7.901 millj. kr. á árinu 2018. Heildareignir námu 200.598 millj. kr. í árslok. Heildarskuldir námu 96.606 millj. kr. og bókfært eigið fé 103.992 millj. kr.

Ársverk hjá sjóðnum voru 30,46 á árinu 2018.

Núvirði útlána í árslok 2018 nemur 148.995 millj. kr. sem er 36.545 millj. kr. lægra en bókfært verðmæti útlána. Ítarlegri útskýringu á þessu má sjá í skýringu 18.

Áhættustýring

LÍN notar umgjörð samhæfðrar áhættustýringar til að tryggja að áhættur séu skilgreindar og að þeim sé stjórnað á skipulegan hátt til að ná hæfilegri fullvissu um að yfirsýn og skilningur á áhættum í starfsemi LÍN sé til staðar á hverjum tíma á öllum sviðum í starfseminni. Í fyrstu útgáfu áhættu­stefnu sem stjórn LÍN samþykkti í október 2016 miðast umgjörðin við rekstraráhættur LÍN sem eru í reglubundinni vöktun yfir árið en aðrar helstu áhættur hafa verið skilgreindar og eru mældar að lágmarki árlega, sjá nánar í skýringu 17.

Stjórn og framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna staðfesta hér með ársreikning sjóðsins fyrir árið 2018 með undirritun sinni.

Reykjavík, 30. mars 2019.

Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna,

Eygló Harðardóttir formaður.

  Lárus Sigurður Lárusson Sigrún Elsa Smáradóttir
     
  Teitur Björn Einarsson Elísa Björg Grímsdóttir
     
  Jóhann Gunnar Þórarinsson Rebekka Rún Jóhannesdóttir
     
  Hildur Björgvinsdóttir  

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir
framkvæmdastjóri.                 

 

Áritun óháðs endurskoðanda

Álit.

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir árið 2018, í umboði Ríkisendurskoðunar. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar og fram­kvæmda­stjóra, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikil­vægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2018, efna­hag hans 31. desember 2018 og breytingu á handbæru fé á árinu 2018, í samræmi við lög um árs­reikninga og settar reikningsskilareglur, og að skýrsla stjórnar hafi að geyma þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga komi þær ekki fram annars staðar í ársreikn­ingnum.

Grundvöllur álits.

Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðl­unum er nánar útskýrð í kaflanum um ábyrgð endurskoðenda. Við erum óháð sjóðnum sam­kvæmt ákvæðum siðareglna sem gilda um endurskoðendur á Íslandi og varða endurskoðun okkar á ársreikn­ingi sjóðsins Við uppfyllum jafnframt aðrar kröfur um starf okkar sem endurskoðendur í samræmi við ákvæði siðareglna.

Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum.

Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er að sé til staðar varðandi gerð og framsetningu ársreikn­ingsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Við gerð ársreikningsins ber stjórnendum félagsins að meta hæfi þess til áframhaldandi starf­semi. Stjórnendum ber að semja ársreikning félagsins á þeirri forsendu að um áframhaldandi starf­semi sé að ræða, nema stjórnendur ætli að leysa sjóðinn upp eða hætta rekstri hans, eða hafi ekki raun­hæft val um annað en að hætta starfsemi sjóðsins. Stjórnendum sjóðsins ber að setja fram við­eig­andi skýringar varðandi hæfi þess til áframhaldandi starfsemi ef við á og hvers vegna stjórn­endur beita forsendunni um áframhaldandi starfsemi við gerð og framsetningu ársreikn­ings­ins.

Stjórn skal hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.

Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins.

Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka og gefa út áritun með áliti okkar. Nægjanleg vissa er mikil vissa en ekki trygging þess að endurskoðun, sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endur­skoðunarstaðla, muni ávallt leiða í ljós alla verulega annmarka séu þeir til staðar. Annmarkar geta stafað af sviksemi eða mistökum og eru metnir verulegir ef þeir, einir og sér eða samanlagðir, gætu haft áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir notenda sem grundvallaðar eru á ársreikningnum.

Endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegu mati og faglegri tortryggni. Við framkvæmum einnig eftirfarandi:

Greinum og metum áhættuna af verulegum annmörkum, vegna sviksemi eða mistaka, og skipu­leggjum endurskoðunaraðgerðir til að mæta þessari áhættu og öflum endurskoðunar­gagna sem eru nægjanleg og viðeigandi grunnur fyrir áliti okkar. Áhættan af því að greina ekki verulega annmarka sem stafa af sviksemi er meiri en áhætta af annmörkum vegna mis­taka, þar sem sviksemi getur stafað af fölsun, misvísandi framsetningu ársreiknings, að mikil­vægum atriðum sé viljandi sleppt, samanteknum ráðum eða að innra eftirlit sé sniðgengið.

Öflum skilnings á innra eftirliti sem er viðeigandi fyrir endurskoðun okkar í þeim tilgangi að hanna endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits sjóðsins.

Metum hvort val stjórnenda á reikningsskilaaðferðum sé viðeigandi og hvort matsaðferðir þeirra séu raunhæfar. Einnig skoðum við hvort tengdar skýringar séu við hæfi.

Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um áframhaldandi starfsemi og metum á grund­velli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að veruleg óvissa ríki, ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum í ársreikningnum um óvissuna og ef þær upp­lýsingar eru ekki nægjanlegar að okkar mati, víkjum við frá fyrirvara­lausu áliti. Niðurstaða okkar byggir á þeim endurskoðunargögnum sem við höfum aflað fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni leitt til þess að félagið verði ekki lengur rekstrarhæft.

Metum framsetningu, gerð og innihald ársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum og hvort hann grundvallast á fyrirliggjandi færslum og atburðum og gefi glögga mynd samanber álit okkar.

Við upplýsum stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og veru­leg atriði sem upp geta komið í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka í innra eftir­liti ef við á.

Reykjavík, 30. mars 2019.

PricewaterhouseCoopers ehf.,

Arna G. Tryggvadóttir löggiltur endurskoðandi.


B deild - Útgáfud.: 3. október 2019