Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 979/2019

Nr. 979/2019 4. nóvember 2019

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi í Dalabyggð.

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 30. október 2019 breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Búðardal sem staðfest var 15. október 2019. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að lóðir 8 og 10 í Bakkahvammi eru sameinaðar í eina og þar er heimiluð uppbygging allt að 5 íbúða raðhúss á einni hæð. Tillagan var grenndarkynnt til 29. október en fresturinn var styttur þar sem fyrir lá samþykki nærliggjandi lóðarhafa. Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulags­laga og öðlast þegar gildi.

Búðardal, 4. nóvember 2019.

Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 8. nóvember 2019