Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 26/2022

Nr. 26/2022 26. október 2022

AUGLÝSING
um breytingar á stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF).

Hinn 31. janúar 2011 var framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) afhent staðfest­ingar­skjal Íslands vegna tveggja breytinga sem yfirstjórn sjóðsins hafði samþykkt á stofnskrá sjóðsins, sbr. auglýsingu nr. 54 í Samningum Íslands við erlend ríki þar sem stofnskráin er birt.

Fyrri stofnskrárbreytingin sem samþykkt var 28. apríl 2008 og er til að virkja og auka þátttöku innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins öðlaðist gildi 3. mars 2011.

Seinni stofnskrárbreytingin sem samþykkt var 5. maí 2008 og heimilar að víkka út fjárfest­ingar­heimild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins öðlaðist gildi 18. febrúar 2011.

Alþingi hafði með lögum nr. 5/2011 frá 25. janúar 2011 heimilað ríkisstjórninni að staðfesta breyt­ingarnar. Þær eru birtar sem fylgiskjal 1 og 2 með auglýsingu þessari.

Þetta er hér með gert almenningi kunnugt.

 

Utanríkisráðuneytinu, 26. ágúst 2022.

 

F. h. r.

Martin Eyjólfsson.

Anna Jóhannsdóttir.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


C deild - Útgáfud.: 20. febrúar 2023