Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 871/2021

Nr. 871/2021 8. júlí 2021

AUGLÝSING
um umferð í Reykjavík.

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur, í samræmi við 1. mgr. 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, að fengnu samþykki lögreglu höfuðborgarsvæðisins og veghaldara, ákveðið eftirfarandi fyrir hönd borgarinnar:

 1. Að umferð vélknúinna ökutækja verði bönnuð á Kirkjustræti, milli Pósthússtrætis og Tjarnargötu, nema með leyfi skrifstofu Alþingis.
 2. Að umferð vélknúinna ökutækja verði bönnuð í Templarasundi, norðan Kirkjutorgs, nema með leyfi skrifstofu Alþingis.
  Ofangreint verði merkt í samræmi við reglugerð nr. 289/1995, um umferðarmerki og notkun þeirra, með síðari breytingum. Jafnframt verði aðkomu að viðkomandi svæðum lokað með búnaði sem stýrt verði af skrifstofu Alþingis.
 3. Að eftirfarandi götur verði göngugötur í samræmi við 10. gr. umferðarlaga nr. 77/2019:
  1. Laugavegur, milli Frakkastígs og Klapparstígs.
  2. Vatnsstígur, milli Laugavegar og Hverfisgötu.
   Fyrir þá sem eru undanþegnir banni við akstri á göngugötum verði
  3. Einungis heimilt að aka til vesturs á Laugavegi milli Frakkastígs og Klapparstígs.
  4. Heimilt að aka í báðar áttir á Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu.
 4. Undanþágu frá banni við akstri á göngugötusvæði vegna aksturs á:
  1. Klapparstíg, yfir Laugaveg.
  2. Bergstaðastræti,yfir Laugaveg að Smiðjustíg.
 5. Að leyfilegur hámarkshraði á eftirfarandi götum verði 40 km/klst.
  1. Snorrabraut, milli Burknagötu og Grettisgötu.
  2. Fjallkonuvegi, milli Gullinbrúar og Frostafoldar.
  3. Fjallkonuvegi, milli Jöklafoldar og Hallsvegar.
 6. Að leyfilegur hámarkshraði á eftirfarandi götum verði 30 km/klst.
  1. Snorrabraut, milli Grettisgötu og Sæbrautar.
  2. Borgartúni, milli Snorrabrautar og Katrínartúns.
  3. Nóatúni, milli Laugavegar og Borgartúns.
  4. Engjateigi.
  5. Langholtsvegi, milli Skeiðarvogs og Sæbrautar.
  6. Álfheimum.
  7. Holtavegi, milli Langholtsvegs og Sæbrautar.
  8. Stjörnugróf.
  9. Seljaskógum, milli Grófarsels og Hjallasels.
  10. Bæjarbraut.
  11. Rofabæ, milli Hraunbæjar og þrengingar austan Brúaráss.
  12. Bjallavaði.
  13. Ferjuvaði.
  14. Völundarhúsum, milli Suðurhúsa og Gagnvegs til vesturs.
  15. Langarima, milli Hallsvegar og Flétturima.
  16. Mosavegi / Spöngin, milli Móavegar og Skólavegar.
  17. Vegi norðan við Rauðavatn ásamt vegtengingu við Hádegismóa, merkt II gata og Aðalbraut.

Ofangreindar ráðstafanir verða merktar með viðeigandi umferðarmerkjum, í samræmi við reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra, með síðari breytingum.

     7. Að tvö stæði á Laugavegi næst Frakkastíg, við hús nr. 47‑51 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða.

Ofangreind ráðstöfun verði merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra með síðari breytingum.

Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar. 

Skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, 8. júlí 2021.

 

Glóey Helgudóttir Finnsdóttir skrifstofustjóri.


B deild - Útgáfud.: 22. júlí 2021