Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 347/2019

Nr. 347/2019 28. mars 2019

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 148/2000, með síðari breytingum.

1. gr.

1. og 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar, sbr. reglugerð nr. 344/2015, orðast svo:

Verð hlutamiða í hvorri flokkaröð skal vera 20.400 kr. ef keyptur er miði sem gildir í öllum 12 flokkum happdrættisársins sem er frá 1. maí til 30. apríl ár hvert.

Verð miða fyrir hvern flokk er 1.700 kr.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í lögum um happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, nr. 16/1973, með síðari breytingum, öðlast gildi 20. apríl 2019.

Dómsmálaráðuneytinu, 28. mars 2019.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Haukur Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 15. apríl 2019