Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 904/2020

Nr. 904/2020 2. september 2020

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavíkurborg.

Dalhús 83-85.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkur­borgar, þann 28. ágúst 2020, breytingu á deiliskipulagi Húsahverfis vegna lóðarinnar nr. 83-85 við Dalhús. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni þannig að hámarkstærð húss verður 238 m² í stað 210 m², svalir geti verið allt að 1,9 m frá útvegg byggingarreits og að heimilt verði að byggja yfir svalir á suðurhlið. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulags­laga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.  

 

Reykjavíkurflugvöllur.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur, þann 16. júní 2020, breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst breyting á deiliskipulags­mörkum og færslu á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík, vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Nauthólsvík.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur, þann 16. júní 2020, breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú á um 350 m kafla nýrrar tveggja akreina akbrautar fyrir almenningssamgöngur sem fellur innan deili­skipulagsins. Kaflinn er hluti af stærri framkvæmd sem er brú yfir Fossvog fyrir almennings­samgöngur, gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða breytingunni eru gerðar nokkrar fleiri breyt­­ingar á skipulaginu og það uppfært miðað við núverandi ástand. Uppdrættir hafa hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin öðlast þegar gildi.

 

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, 2. september 2020.

 

Björn Axelsson.


B deild - Útgáfud.: 16. september 2020