Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 27/2018

Nr. 27/2018 8. maí 2018

LÖG
um breytingu á lögum um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, nr. 155/1998, með síðari breytingum (skipan í stjórn, brottfall ákvæða).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Í stað 1. og 2. málsl. 3. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Ráðherra skipar sjö stjórnarmenn og tvo varamenn í stjórn sjóðsins til fjögurra ára í senn. Skulu fjórir stjórnarmenn og einn varamaður skipaðir eftir tilnefningu stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða og þrír stjórnarmenn og einn varamaður skipaðir án tilnefningar. Einn þeirra stjórnarmanna sem skipaðir eru án til­nefningar skal vera formaður sjóðstjórnar en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.

2. gr.

    5. og 6. gr. laganna falla brott.

3. gr.

    II. kafli laganna fellur brott ásamt fyrirsögn.

4. gr.

    14. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó öðlast 1. gr. gildi 1. júlí 2020.

Gjört á Bessastöðum, 8. maí 2018.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.


A deild - Útgáfud.: 14. maí 2018