Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 855/2019

Nr. 855/2019 17. september 2019

AUGLÝSING
um skipulagsmál í Garðabæ.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir og deiliskipulags­breytingar:

 1. Hafnarfjarðarvegur, stofnbraut, deiliskipulag.
  Deiliskipulag stofnbrautar sem nær til Hafnarfjarðarvegar frá gatnamótum við Vífilsstaða­veg að gatnamótum við Lyngás/Lækjarfit. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir bráðabirgða­endur­bótum á Hafnarfjarðarvegi og gatnamótum við Vífilsstaðaveg að gatnamótum við Lyngás/Lækjar­fit. Markmið deiliskipulagsins er að bæta umferðarflæði á Hafnarfjarðarvegi og úr aðliggjandi byggð og að auka öryggi akandi og gangandi vegfarenda.

 2. Vífilsstaðavegur og Bæjarbraut, deiliskipulag.
  Deiliskipulag tengibrautanna Vífilstaðavegar og Bæjarbrautar, frá Litlatúni að Reykjanes­braut og að Hofsstaðabraut. Markmið deiliskipulagsins er að auka öryggi gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og bæta umferðarflæði.

 3. Ásgarður, breyting deiliskipulags.
  Breytingin gerir m.a. ráð fyrir breyttri legu göngustígs við Hraunsholtslæk og á fyrirkomu­lagi bílastæða og breytingu á gatnamótum við Vífilsstaðaveg.

 4. Miðbær, neðsta svæði (svæði III), breyting deiliskipulags.
  Breytingin gerir ráð fyrir því að deiliskipulagssvæðið minnki sem nemur gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar, til samræmis við deiliskipulag Hafnarfjarðarvegar.

 5. Hörgatún 2, breyting deiliskipulags.
  Breytingin gerir ráð fyrir skerðingu í norðvesturhorni lóðar vegna útfærslu á hringtorgi á gatnamótum Litlatúns/Flataskóla og Vífilsstaðavegar til samræmis við deiliskipulag Vífils­staðavegar og Bæjarbrautar.

 6. Ásar og Grundir, breyting deiliskipulags.
  Breytingin gerir m.a. ráð fyrir breytingum á stígum o.fl. næst Hafnarfjarðarvegi og breyt­ingum á lóðarmörkum að Lyngási 2.

 7. Hraunsholt eystra, breyting deiliskipulags.
  Breytingin gerir m.a. ráð fyrir því að deiliskipulagssvæðið minnki við gatnamót Lækjarfitjar og Hafnarfjarðarvegar.

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 kveða á um og öðlast þegar gildi.

Garðabæ, 17. september 2019.

Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.


B deild - Útgáfud.: 1. október 2019