Um útgáfu Stjórnartíðinda gilda lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað nr.
15/2005.
Í A-deild Stjórnartíðinda skal birta lög öll, tilskipanir, opin bréf,
auglýsingar og aðrar tilkynningar almenns efnis, sem út eru gefnar af æðsta
handhafa framkvæmdarvaldsins, svo og reglur, sem Alþingi kann að setja um
framkvæmd almennra málefna í þingsályktunum, sbr. 2. gr. laga nr. 15/2005.
Í B-deild Stjórnartíðinda skal birta reglugerðir, erindisbréf, samþykktir og
auglýsingar, sem gefnar eru út eða staðfestar af ráðherra, umburðarbréf,
ákvarðanir og úrlausnir ráðuneyta, sem almenna þýðingu hafa, veitingar
opinberra starfa og lausn frá þeim, er handhafi æðsta framkvæmdarvalds eða
ráðherra fer með, reikninga sjóða, ef svo er mælt í staðfestum skipulagsákvæðum
þeirra, úrslit alþingiskosninga, skrá yfir félög, firmu og vörumerki, sem
tilkynnt hafa verið á árinu, heiðursmerki, nafnbætur og heiðursverðlaun, sem
ríkisstjórnin veitir. Einnig skal þar birta reglur sem opinberum stjórnvöldum
og stofnunum, öðrum en ráðuneytum, er falið lögum samkvæmt að gefa út, sbr. 1.
mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005.
Í C-deild Stjórnartíðinda skal birta samninga við önnur ríki, svo og
auglýsingar varðandi gildi þeirra, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 15/2005.
Gjaldskrá Stjórnartíðinda og breyting á henni
nr. 1127/2022
Um Stjórnartíðindi