Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 121/2018

Nr. 121/2018 19. janúar 2018

GJALDSKRÁ
fyrir framkvæmdaleyfisgjald og gjald fyrir skipulagsvinnu í Hörgársveit.

1. gr.

Meginreglur.

Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deili­skipulagi skuli greiða þann kostnað sem breytingin hefur í för með sér. Í því felst að umsækj­andi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsinga og kynn­inga vegna málsins. Sveitarstjórn getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitar­félagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið.

Ef kostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er verulegur umfram við­mið­unar­gjald, vegna umfangs verksins, er heimilt að leggja á til viðbótar tímagjald skipulags­fulltrúa, sem er kr. 10.774, eða gjald skv. reikningi.

Umhverfismatsgjald vegna efnistöku úr Hörgá og þverám hennar tekur mið af kostnaði sveitar­félagsins vegna umhverfismats og skipulags efnistökusvæða.

2. gr.

Skilgreiningar.

Afgreiðslugjald: gjald sem greitt er við móttöku umsóknar um framkvæmdaleyfi og skipulags­breytingar. Í gjaldinu felst kostnaður sveitarfélagsins við móttöku og yfirferð erindisins. Gjaldið er ekki endurkræft þótt umsókn sé dregin til baka eða synjað.

Umsýslu- og auglýsingakostnaður: kostnaður sveitarfélagsins við afgreiðslu umsóknar, birtingar auglýsinga og annarrar umsýslu.

Breytingarkostnaður: kostnaður sem fellur til innan sveitarfélagsins við gerð nýs deiliskipulags eða breytingar á gildandi aðal- eða deiliskipulagsuppdráttum.

Lagatilvitnanir: þar sem vitnað er til ákveðinnar greinar laga í gjaldskrá þessari er átt við skipulags­lög nr. 123/2010.

3. gr.

Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga.

Afgreiðslugjald kr.   10.940
3.1. Verulegar breytingar    
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 36. gr., viðmiðunargjald kr. 250.000
eða samkvæmt samningi    
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. kr.   72.935
3.2. Óverulegar breytingar    
Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 36. gr., viðmiðunargjald kr. 125.000
eða samkvæmt samningi    
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr. kr.   48.620

4. gr.

Kostnaður vegna deiliskipulags.

Afgreiðslugjald kr.   10.940
4.1. Nýtt deiliskipulag    
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. vinna samkvæmt reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr. kr.   72.935
4.2. Verulegar breytingar    
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr. vinna samkvæmt reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 43. gr. kr.   72.935
4.3. Óverulegar breytingar    
Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43. gr. vinna samkvæmt reikningi
Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 43. gr. kr.   48.620

5. gr.

Kostnaður vegna grenndarkynningar.

Afgreiðslugjald kr.   10.940
Grenndarkynning, sbr. 44. gr., viðmiðunargjald kr.   21.295

6. gr.

Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis sem útgefið er samkvæmt reglugerð nr. 772/2012.

Afgreiðslugjald kr.   10.940
Framkvæmdaleyfi: framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga nr. 106/2000, kr.   109.400
um mat á umhverfisáhrifum, viðmiðunargjald    
Framkvæmdaleyfi: aðrar framkvæmdir, viðmiðunargjald kr.   48.620
Umhverfismatsgjald vegna efnistöku úr Hörgá og þverám hennar, kr.   14,51 pr. m³
m.v. magn efnis skv. umsókn,    
Mælingar vegna magntöku o.þ.h. vinna samkvæmt reikningi
Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfisgjaldi kr.   24.310

7. gr.

Gjalddagi.

Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari falla í gjalddaga við afgreiðslu erindis nema um annað sé samið.

8. gr.

Breytingar á fjárhæðum.

Gjöld miðast við byggingarvísitölu í janúar 2018, 136,5 stig, skv. grunni frá 2010 (þá 112,3 stig) og uppreiknast í janúar ár hvert til samræmis við breytingar á henni.

9. gr.

Gjaldtökuheimild og gildistaka.

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt var í sveitarstjórn Hörgársveitar 18. janúar 2018, er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjaldskráin öðlast þegar gildi, jafnframt því að gjald­skrá nr. 382/2016 er felld úr gildi.

Hörgársveit, 19. janúar 2018.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 2. febrúar 2018