Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 361/2023

Nr. 361/2023 6. mars 2023

GJALDSKRÁ
Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld.

1. gr.

Gjöld.

Fyrir útgáfu leyfa, úttektir, vottorð, yfirferð gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Akraneskaupstaður veitir vegna byggingar- og leyfisskyldra framkvæmda, deili­skipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir Akraneskaupstaður í umboði bæjarstjórnar gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Byggingarleyfis- og stöðuleyfisgjöld.

Fyrir neðangreindar úttektir og með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 skal innheimta gjöld sem hér segir:

2.1. Byggingarleyfisgjald. kr.  
  2.1.1 Íbúðarhúsnæði, gjald pr. m² 720
  2.1.2 Annað húsnæði s.s. sólstofur, garðhús og gripahús, pr. m² 500
  2.1.3 Stofnanir og atvinnuhúsnæði, pr. m² 400
  2.1.4 Niðurrif 50.000
  2.1.5 Breytingar á innra skipulagi, minni háttar 20.000
  2.1.6 Breytingar á innra skipulagi, meiri háttar 40.000
2.2. Gjöld vegna stöðuleyfa.  
  2.2.1 Stöðuleyfi vegna hjólhýsa, gáma, báta og dúkskemma, veitt til eins árs 50.000
  2.2.2 Stöðuleyfi vegna torgsöluhúsa og samkomutjalda, fyrir 0-3 mánuði  50.000
  2.2.3 Stöðuleyfi vegna torgsöluhúsa og samkomutjalda 1-4 dagar 20.000
  2.2.4 Stöðuleyfi fyrir auglýsingaskilti, veitt til eins árs 50.000
  2.2.5 Stöðuleyfi fyrir sumarhús í smíðum ætluð til flutnings, veitt til eins árs 50.000

Varðandi stöðuleyfi vísast í gr. 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð nr. 160/2010.

Innifalið í ofangreindum gjöldum er ein yfirferð aðal- og séruppdrátta, fokheldisvottorð og vott­orð vegna öryggis- og lokaúttektar, eitt af hverri tegund. Heimild er til að innheimta kostnað vegna yfirferðar séruppdrátta þegar um er að ræða stærri byggingar eða flókin mannvirki.

Kostnaður vegna útsetningar á greftri/mannvirki og lóð, úttekta, förgunar á jarðvegi, auk upp­graftrar og fyllingar vegna gatnagerðar, er innheimtur sérstaklega.

 

3. gr.

Gjöld fyrir skipulagsvinnu.

Vegna grenndarkynninga skv. 43. og 44. gr., framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum skv. 36. og 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skal innheimta gjöld sem hér segir:

3.1. Aðalskipulagsbreytingar. kr.  
  3.1.1 Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 36. gr.  
    skipulagslaga nr. 123/2010 200.000
  3.1.2 Umsýslu- og auglýsingakostnaður 230.000
  3.1.3 Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 36. gr. 120.000
  3.1.4 Umsýslu- og auglýsingakostnaður 120.000
3.2. Deiliskipulagsbreytingar.  
  3.2.1 Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. 250.000
  3.2.2 Breyting á deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 43. gr., 200.000
  3.2.3 Umsýslu- og auglýsingakostnaður,    
    sbr. 2. mgr. 38. gr. og 1. mgr. 43. gr. 230.000
  3.2.4 Breyting á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. 100.000
  3.2.5 Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 43. gr. 100.000
  3.2.6 Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 3. mgr. 44. gr. 50.000
  3.2.7 Grenndarkynning, sbr. 1. mgr. 44. gr. 100.000
  3.2.8 Grenndarkynning, sbr. 3. mgr. 44. gr. 100.000
3.3. Framkvæmda- og afnotaleyfi.  
  3.3.1 Afnotaleyfi 60.000
  3.3.2 Framkvæmdir skv. 13. gr. skipulagslaga 90.000
  3.3.3 Framkvæmdir skv. 13. gr. skipulagslaga sem falla undir flokk C  
    í lögum um mat á umhverfisáhrifum 120.000
  3.3.4 Framkvæmdir skv. 14. gr. skipulagslaga 150.000
  3.3.5 Umsýslu- og auglýsingakostnaður   50.000
  3.3.6 Eftirlit umfram eina ferð sem innifalin er í leyfisgjaldi   20.000

 

4. gr.

Gjöld vegna uppgraftrar/fyllingar.

4.1. Uppgröftur/fylling. kr.  
  4.1.1 Uppgreftri komið fyrir á losunarstað jarðefna innan sveitarfélagsins pr. m³ 540
  4.1.2 Uppgröfur/fylling í lóð m.a. vegna gatnagerðar pr. m³ 4.000

Uppgröftur/fylling í lóð getur komið til vegna vinnu við gatnagerð til þess að koma í veg fyrir hrun jarðvegs vegna vinnu í lóð. Einnig getur þetta verið vegna stígagerðar, vinnu við gagnstéttir o.þ.h.

 

5. gr.

Úttektargjöld.

5.1. Kostnaður vegna úttekta. kr.  
  5.1.1 Stöðuúttekt: pr. íbúð  30.000
  5.1.2 Fokheldis-, áfanga-, öryggis- og lokaúttekt (gjald pr. úttekt) 30.000
  5.1.3 Úttekt vegna byggingarstjóraskipta 30.000
  5.1.4 Einbýlishús 220.000
  5.1.5 Parhús, tvíbýlishús, raðhús á einni hæð, pr. íbúð  180.000
  5.1.6 Raðhús á fleiri en einni hæð, fjölbýlishús með  
    þremur íbúðum, pr. íbúð  150.000
  5.1.7 Fjölbýlishús, tvær hæðir með fjórum íbúðum eða  
    fleiri, pr. íbúð  130.000
  5.1.8 Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum eða  
    fleiri, pr. íbúð  110.000
  5.1.9 Kostnaður vegna úttekta - atvinnuhúsnæði, stofnanir  290.000
  5.1.10 Endurtekin úttekt    20.000
  5.1.11 Minni byggingar, gripahús o.þ.h.    55.000
  5.1.12 Úttekt vegna leiguhúsnæðis - íbúðarhúsnæði    30.000
  5.1.13 Úttekt vegna leiguhúsnæðis - atvinnuhúsnæði 45.000
  5.1.14 Úttekt vegna rekstrarleyfa    30.000
  5.1.15 Gjald fyrir hvert útkall, ef verkið er ekki úttektarhæft    25.000
  5.1.16 Útsetningar á greftri/ mannvirki og lóð (3 mælingar)  250.000
  5.1.17 Lóðamæling (ein mæling)    70.000

 

6. gr.

Gjöld fyrir þjónustu, afgreiðslu og vottorð.

6.1. Gjöld fyrir þjónustu og vottorð. kr.  
  6.1.1 Afgreiðslugjald (fast gjald)    25.000
  6.1.2 Auka gjald fyrir hverja umfjöllun umfram tvær    15.000
  6.1.3 Endurnýjuð byggingarheimild/-leyfi - gögn óbreytt    60.000
  6.1.4 Breytingar á uppdráttum og lóðar- og mæliblöðum  100.000
  6.1.5 Vottorð vegna fokheldis-, stöðu-, öryggis- og lokaúttektar    50.000
  6.1.6 Gjald vegna stofnunar landeigna eða fasteigna (pr. lóð/eign)   36.000
  6.1.7 Samrunaskjalagerð   30.000
  6.1.8 Nafnabreyting, lands eða lóðar   20.000
  6.1.9 Tímagjald starfsmanns á skipulags- og umhverfissviði    20.000
  6.1.10 Lóðarleigusamningar    75.000
  6.1.11 Umsýslugjald vegna lóðarúthlutunar (1/4 af umsóknargjaldi)    50.000
6.2. Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga.  
  6.2.1 Eignaskiptayfirlýsingar 2-5 eignir 38.000
    6-15 eignir 46.000
    >16 eignir 60.000
  6.2.2 Viðauki við eignaskiptayfirlýsingu 15.000
  6.2.3 Aukagjald fyrir hverja yfirferð eignaskiptayfirlýsingar umfram tvær 10.000

 

7. gr.

Bílastæðagjald.

7.1. Bílastæðagjald skv. 19. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. kr.  
  7.1.1 Bílastæðagjald. 600.000

 

8. gr.

Gjöld vegna yfirferða uppdrátta.

8.1. Yfirferð aðal- og séruppdrátta kr.   
    (burðarþols-, lagna- og séruppdrátta aðalhönnuða).  
  8.1.1 Einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishús allt að 6 íbúðir 100.000
  8.1.2 Fjölbýlishús 7-19 íbúðir 120.000
  8.1.3 Fjölbýlishús, 20 íbúðir og fleiri 140.000
  8.1.4 Frístundahús á einni hæð 100.000
  8.1.5 Annað húsnæði, þ.m.t. atvinnu- og gripahús 140.000
  8.1.6 Byggingar, s.s. viðbygging, bílgeymsla, anddyri, sólstofur o.fl. 40.000
  8.1.7 Breyting á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis o.fl. 60.000
  8.1.8 Breyting á innra skipulagi sérbýlis, klæðningu húss, svalaskýlis, lóð o.fl. 40.000
  8.1.9 Aukagjald fyrir hverja umfjöllun umfram tvær 20.000

 

9. gr.

Trygging fyrir gjöldum.

Álögðum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari fylgir lögveð í fasteign þeirri sem gjöldin eru lögð á og ganga ásamt vöxtum og kostnaði fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur það einnig til vátryggingarfjár hennar, sbr. 3. mgr. 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

 

10. gr.

Gildistaka og verðbreytingar.

Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu í febrúar 2023 og taka breyt­ingum mánaðarlega í samræmi við breytingar á umræddri vísitölu.

Gjaldskrá þessi sem sett er með heimild í lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslögum nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 150/2023.

Samþykkt í skipulags- og umhverfisráði Akraneskaupstaðar 27. febrúar 2023.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, 6. mars 2023.

 

Steinar Adolfsson bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 13. apríl 2023